Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 03. ágúst 2024 23:40
Sölvi Haraldsson
Æfingaleikir: Haaland afgreiddi Chelsea - Aston Villa tapaði í Chicago
Norðmaðurinn elskar að skora.
Norðmaðurinn elskar að skora.
Mynd: Getty Images
Liðin í ensku úrvalsdeildinni halda áfram að undirbúa sig fyrir átökin í vetur en það er tæpur hálfur mánuður þar til deildin byrjar. 

Man City mætti Chelsea á Ohio vellinum í sínum seinata leik á undirbúningstímabilinu fyrir úrslitaleikinn um Samfélagsskjöldin gegn Manchester United.

Leikurinn fór 4-1 fyrir Manchester City en þetta er þeirra fyrsti sigur á undirbúningstímabilinu. Liðið hefur mætt Celtic, AC Milan, Barcelona og nú Chelsea. 

Leikurinn byrjaði vel fyrir City sem komst 2-0 yfir eftir 5 mínútur. Erling Braut Haaland skoraði bæði mörkin, annað úr víti. Staðan í hálfleik því 2-0 fyrir City.

Oscar Bobb, sem hefur verið orðaður við Chelsea kom City yfir í 3-0 og mínútu síðar skoraði Haaland sitt þriðja mark og staðan orðin 4-0 fyrir Man City þegar 56 mínútur voru klukkunni.

Fyrrum leikmaður City, Raheem Sterling, minnkaði þó muninn fyrir Chelsea á 59. mínútu í 4-1. Madueke skoraði svo sárabótamark í lokin og lokatölur 4-2. Chelsea á æfingaleiki við Real Madrid og Inter Milan áður en þeir hefja leik í deildinni.

Liðin mætast í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge þann 18. ágúst.

Man City 4-2 Chelsea

Erling Haaland 1-0 ('4)

Erling Haaland 2-0 ('5) úr víti

Oscar Bobb 3-0 ('55)

Erling Haaland 4-0 ('56)

Raheem Sterling 4-1 ('59)

Nonni Madueke 4-2 ('89)

Aton Villa mætti þá CF America frá Mexíkó í kvöld og gerðu markalaust jafntefli við þá. Leikurinn fór fram á Soldier vellinum í Chicago.

Fyrsti leikur Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni er gegn West Ham á útivelli. Þeir eiga eftir að keppa við Athletic Bilbao og Dortmund fyrir þann leik.

Aston Villa 0-1 CF America

Diego Valdés 0-1 ('74)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner