Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 03. ágúst 2024 10:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern hafnar tveimur tilboðum frá Man Utd - Gordon í viðræður við Newcastle
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Bayern Munchen hefur hafnað tilboðum Man Utd í Matthijs de Ligt, 24, og Noussair Mazraoui, 26. (Telegraph)

Newcastle ætlar að hefja samningaviðræður við Anthony Gordon, 23, þegar hann snýr aftur úr fríi eftir EM. (Athletic)

West Ham er að vinna í því að fá argentíska miðjumanninn Guido Rodriguez, 30, á frjálsri sölu eftir að hann yfirgaf Real Betis í sumar. (Standard)

Fulham hefur áhuga á Diego Carlos, 31, miðverði Aston Villa. (Mail)

QPR og Celtic hafa áhuga á Owen Beck, 21, vinstri bakverði Liverpool. (Sky Sport)

Arsenal sýnir Joao Pedro, 22, framherja Brighton áhuga. (Football Transfers)

Desire Doue, 19, miðjumaður Rennes vill frekar fara til Bayern Munchen en að vera áfram í Frakklandi og ganga til liðs við PSG. (Sky í Þýskalandi)

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, ætlar að reyna sannfæra Edu Gaspar, íþróttastjóra Arsenal, að færa sig yfir til Forest. (Universo Online)

Inter Milan hefur blandað sér í baráttuna um Aaron Wan-Bissaka, 26, hægri bakvörð Man Utd en West Ham hefur einnig áhuga. (Football Insider)

Bournemuth íhugar að fá enska framherjan Cameron Archer, 22, frá Aston Villa eef Dominic Solanke, 26, verður seldur til Tottenham. (Football.London)

Tottenham hefur ekki áhuga á Federico Chiesa, 26, leikmanni Juventus þrátt fyrir að hann hafi verið orðaður við félagið. (Football Insider)

Aston Villa hefur gert tilboð í Mason Cotcher, 17, framherja Sunderland. (Fabrizio Romano)

Man City hefur sent finnska varnarmanninn Tomas Galvez, 19, á lán til austurrísku meistarana í LASK. (Teamtalk)


Athugasemdir
banner
banner
banner