Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
banner
   lau 20. desember 2025 14:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Joao Pedro bjargaði stigi fyrir Chelsea - Woltemade með tvennu
Woltemade skoraði tvennu
Woltemade skoraði tvennu
Mynd: EPA
Newcastle 2 - 2 Chelsea
1-0 Nick Woltemade ('4 )
2-0 Nick Woltemade ('20 )
2-1 Reece James ('49 )
2-2 Joao Pedro ('66 )

Það var spennandi leikur á St. James' Park þegar Newcastle fékk Chelsea í heimsókn.

Newcastle fékk draumabyrjun þegar Nick Woltemade skoraði eftir klaufagang í vörn Newcastle. Woltemade tvöfaldaði forystu Newcastle eftir tuttugu mínútna leik og liðið var með verðskuldaða forystu.

Pedro Neto kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af þar sem hann sló boltann í netið.

Newcastle var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en dæmið snerist við í seinni hálfleik. Chelsea fékk aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og Reece James gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr henni, stöngin inn, og minnkaði muninn.

Það var umdeilt atvik stuttu síðar þegar Trevoh Chalobah fór af hörku í Anthony Gordon inn á teignum en ekkert dæmt. Mike Dean, fyrrum dómari, sagði í útsendingu Sky Sports að Newcastle hefði átt að fá vítaspyrnu.

Chelsea jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Joao Pedro skoraði eftir hraða skyndisókn.

Harvey Barnes hefði getað komið Newcastle yfir þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma en hann skaut rétt framhjá. Fleira markvert gerðist ekki og jafntefli var niðurstaðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner