Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   lau 20. desember 2025 14:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Andri Lucas á skotskónum - Toppliðið missteig sig
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen var á skotskónum þegar Blackburn vann kærkominn sigur gegn Millwall í Championship deildinni í dag.

Andri Lucas kom Blackburn yfir strax í upphafi þegar hann skoraði eftir að markvörður Millwall varði boltann út í teiginn. Yuki Ohashi bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.

Andri Lucas hefur skorað fjögur mörk í síðustu sjö leikjum. Þetta var kærkominn sigur fyrir liðið eftir fimm leikja hrinu án sigurs, Blackburn er í 18. sæti með 25 stig en Millwall er í 4. sæti með 35 stig.

Topplið Coventry missteig sig þegar liðið fékk Southampton í heimsókn. Liðið komst yfir undir lok fyrri háflleiks en missti mann af velli strax í upphafi seinni hálfleiks. Nathan Wood náði að jafna metin og tryggka Southampton stig.

Stefán Teitur Þórðarson var ónotaður varamaður þegar Preston gerði dramatískt jafntefli gegn Norwich en Will Keane bjargaði stigi fyrir Preston í blálokin.

Preston er í 3. sæti með 36 stig en Norwich er í 23. sæti með 18 stig.

Preston NE 1 - 1 Norwich
0-1 Jovon Makama ('85 )
1-1 Will Keane ('90 )

Southampton 1 - 1 Coventry
0-1 Ephron Mason-Clark ('44 )
1-1 Nathan Wood ('56 )
Rautt spjald: Jay Dasilva, Coventry ('47)

Blackburn 2 - 0 Millwall
1-0 Andri Gudjohnsen ('3 )
2-0 Yuki Ohashi ('45 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 26 13 7 6 37 26 +11 46
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Leicester 26 10 7 9 37 38 -1 37
13 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 26 9 4 13 29 35 -6 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner
banner