Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   lau 20. desember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stoltur að vera orðaður við Barcelona
Bastoni hefur nokkrum sinnum spilað við Barcelona í Meistaradeild Evrópu.
Bastoni hefur nokkrum sinnum spilað við Barcelona í Meistaradeild Evrópu.
Mynd: EPA
Fjölmiðlar á Ítalíu og Spáni hafa orðað miðvörðinn Alessandro Bastoni við félagaskipti til Spánarmeistara FC Barcelona.

Bastoni er mikilvægur hlekkur í sterku liði Inter og segist vera stoltur af því að vera orðaður við svona stórt félag, en honum líður vel hjá Inter.

„Það gerir mig stoltan að sjá svona orðrómar útaf því að það þýðir að ég er að standa mig vel - en það er ekkert til í þessu, ekki neitt," sagði Bastoni, sem er 26 ára gamall og með tvö og hálft ár eftir af samningi.

Bastoni er afar sókndjarfur miðvörður og er einnig lykilmaður í ítalska landsliðinu.

„Mér líður mjög vel hjá Inter, það eru engin vandamál hérna. Ég er ekki að kippa mér mikið upp við einhverjar sögusagnir."
Athugasemdir
banner
banner