Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 20. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Diomande kominn með 80 milljóna riftunarákvæði
Diomande hefur spilað yfir 100 leiki með Sporting.
Diomande hefur spilað yfir 100 leiki með Sporting.
Mynd: EPA
Miðvörðurinn öflugi Ousmane Diomande er búinn að samþykkja nýjan samning við portúgölsku meistarana í Sporting CP. Fabrizio Romano og Record eru meðal þeirra sem greina frá.

Diomande er 22 ára gamall og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu, svo sem Arsenal, Liverpool, Real Madrid, FC Bayern og Manchester City.

Samningur Diomande gildir núna til 2028 en gamli samningurinn hefði runnið út 2027. Í samningnum er riftunarákvæði sem nemur 80 milljónum evra.

Diomande virtist ekki ætla að skrifa undir samning við Sporting í haust en þegar tók að líða á tímabilið samþykkti hann loks endurbætt tilboð.

Diomande er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar og varði nokkrum árum hjá FC Midtjylland áður en hann skipti yfir til Sporting. Hann hreif þjálfarateymi Sporting meðan hann var á láni hjá CD Mafra í næstefstu deild í Portúgal, eftir það var hann keyptur úr röðum Midtjylland fyrir um 20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner