Oriol Romeu er að ganga í raðir síns gamla liðs Girona á láni út tímabilið. Fótboltafréttamaðurinn vinsæli Fabrizio Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn sinn fræga á félagaskipti spænska miðjumannsins.
Romeu hefur verið ofarlega á óskalista Girona í sumar. Hann lék 37 leiki með Barcelona á seinasta tímabili eftir að hafa leikið með Girona tímabilið þar á undan.
Miðjumaðurinn sem er þekktur fyrir sína þrautsegju kemur úr unglingastarfi Barcelona en hefur leikið með liðum eins og Chelsea, Southampton, Stuttgart og Valencia á sínum ferli.
Áætlað er að hann fari í læknisskoðun um helgina og tilkynntur sem sem nýr leikmaður félagsins í kjölfarið.
?????????? Oriol Romeu to Girona, here we go! Deal done with Barcelona for the midfielder to re-join the club on loan.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 2, 2024
Romeu has accepted as @tjuanmarti reports, he’s set for medical tests this weekend.
He was one of the priority targets for Girona this summer. pic.twitter.com/iOOvm5x0Ui