Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 03. september 2022 23:48
Ívan Guðjón Baldursson
Marcelo kominn til Olympiakos (Staðfest)
Pep Biel og Bowler kynntir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Olympiakos, gríska stórveldið sem Ögmundur Kristinsson er samningsbundinn, er heldur betur búið að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir tímabilið í þessari skemmtilegu Íslendingadeild.


Brasilíski bakvörðurinn Marcelo er búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu ef samstarfið gengur að óskum.

Marcelo er 34 ára gamall og heimsþekktur sem einn af betri vinstri bakvörðum sinnar kynslóðar. Hann vann urmul titla á rúmum 15 árum hjá Real Madrid og spilaði yfir 500 keppnisleiki fyrir félagið. Marcelo lék auk þess 58 landsleiki fyrir Brasilíu en lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir fjórum árum.

Marcelo er mögulega stærsta nafn sem hefur spilað fyrir Olympiakos í sögu félagsins. Félagið er að styrkja sig mikið fyrir komandi leiktíð þar sem Evangelos Marinakis eigandi vill vinna Grikklandsmeistaratitilinn.

Marinakis á bæði Olympiakos og Nottingham Forest og nokkuð augljóst að uppgangur Forest er að hafa jákvæð áhrif á leikmannamálin hjá Olympiakos, sem er þó með leikmenn á borð við Mathieu Valbuena, Kostas Manolas og Sokratis Papastathopoulos innan sinna raða fyrir.

Auk Marcelo var Olympiakos einnig að kynna Josh Bowler á láni frá Forest og Pep Biel á fimm ára samningi. Biel kemur úr röðum FC Köbenhavn.

Í grísku deildinni er Hörður Björgvin Magnússon leikmaður toppliðs Panathinaikos, Sverrir Ingi Ingason er hjá PAOK, Guðmundur Þórarinsson hjá OFI Crete og Viðar Örn Kjartansson er hjá Atromitos.


Athugasemdir
banner
banner