Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 03. september 2025 16:31
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen er nýgenginn til liðs við Blackburn á Englandi. Hann er með íslenska landsliðshópnum fyrir leik liðsins gegn Aserbaídjsan og var spurður um félagaskiptin.

„Þetta er hrikalaga spennandi. Ég átti nokkur spjöll við þjálfarann og yfirmann íþróttamála og mér lýst bara mjög vel á þetta, þetta var eitthvað sem ég var mjög til í að hoppa á. Þetta er náttúrulega skemmtileg deild og bara geggjað að spila á Englandi,"  sagði Andri.

Andri var sterklega orðaður við Preston fyrr en Blackburn varð fyrir valinu.

„Það voru mörg lið sem voru búin að sýna áhuga, og heyra í umboðsmanninum, Gent líka. Maður sá og las um þetta og hitt, en loka ákvörðunin var að fara til Blackburn, ég er bara mjög sáttur með það," sagði Andri.

Arnór Sigurðsson var áður hjá félaginu en skildi ekki við félagið á bestu nótunum. Andri segist hafa rætt við hann áður en hann gekk til liðsins.

„Ég átti gott spjall, við fórum aðeins yfir hverning þetta er innan vallar sem utan vallar. Það er komin ný stjórn inn og hann var ekki í myndini hjá þeim, það er bara eins og það er. Þeir voru bara mjög spenntir að fá mig inn," sagði Andri.

Eiður Smári er auðvitað faðir Andra og hann átti sinn besta tíma á Englandi. Það verður því áhugavert að sjá hvernig viðbrögðin verða þegar enskir stuðningsmenn sjá Guðjohnsen skora aftur þar.

„Ég held að Guðjohnsen nafnið verður seint gleymt á Englandi. Það verður örugglega alltaf tengt við pabba, en maður ætlar sér kannski að búa sér til eigið nafn, sitt eigið Guðjohnsen nafn. Þá bara sem Andri Lucas, það verður bara gaman," sagði Andri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. Nánar var rætt um leikinn gegn Aserbaídsjan þar.


Athugasemdir