PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mið 03. september 2025 16:31
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen er nýgenginn til liðs við Blackburn á Englandi. Hann er með íslenska landsliðshópnum fyrir leik liðsins gegn Aserbaídjsan og var spurður um félagaskiptin.

„Þetta er hrikalaga spennandi. Ég átti nokkur spjöll við þjálfarann og yfirmann íþróttamála og mér lýst bara mjög vel á þetta, þetta var eitthvað sem ég var mjög til í að hoppa á. Þetta er náttúrulega skemmtileg deild og bara geggjað að spila á Englandi,"  sagði Andri.

Andri var sterklega orðaður við Preston fyrr en Blackburn varð fyrir valinu.

„Það voru mörg lið sem voru búin að sýna áhuga, og heyra í umboðsmanninum, Gent líka. Maður sá og las um þetta og hitt, en loka ákvörðunin var að fara til Blackburn, ég er bara mjög sáttur með það," sagði Andri.

Arnór Sigurðsson var áður hjá félaginu en skildi ekki við félagið á bestu nótunum. Andri segist hafa rætt við hann áður en hann gekk til liðsins.

„Ég átti gott spjall, við fórum aðeins yfir hverning þetta er innan vallar sem utan vallar. Það er komin ný stjórn inn og hann var ekki í myndini hjá þeim, það er bara eins og það er. Þeir voru bara mjög spenntir að fá mig inn," sagði Andri.

Eiður Smári er auðvitað faðir Andra og hann átti sinn besta tíma á Englandi. Það verður því áhugavert að sjá hvernig viðbrögðin verða þegar enskir stuðningsmenn sjá Guðjohnsen skora aftur þar.

„Ég held að Guðjohnsen nafnið verður seint gleymt á Englandi. Það verður örugglega alltaf tengt við pabba, en maður ætlar sér kannski að búa sér til eigið nafn, sitt eigið Guðjohnsen nafn. Þá bara sem Andri Lucas, það verður bara gaman," sagði Andri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. Nánar var rætt um leikinn gegn Aserbaídsjan þar.


Athugasemdir
banner