Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
   mið 03. september 2025 16:31
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen er nýgenginn til liðs við Blackburn á Englandi. Hann er með íslenska landsliðshópnum fyrir leik liðsins gegn Aserbaídjsan og var spurður um félagaskiptin.

„Þetta er hrikalaga spennandi. Ég átti nokkur spjöll við þjálfarann og yfirmann íþróttamála og mér lýst bara mjög vel á þetta, þetta var eitthvað sem ég var mjög til í að hoppa á. Þetta er náttúrulega skemmtileg deild og bara geggjað að spila á Englandi,"  sagði Andri.

Andri var sterklega orðaður við Preston fyrr en Blackburn varð fyrir valinu.

„Það voru mörg lið sem voru búin að sýna áhuga, og heyra í umboðsmanninum, Gent líka. Maður sá og las um þetta og hitt, en loka ákvörðunin var að fara til Blackburn, ég er bara mjög sáttur með það," sagði Andri.

Arnór Sigurðsson var áður hjá félaginu en skildi ekki við félagið á bestu nótunum. Andri segist hafa rætt við hann áður en hann gekk til liðsins.

„Ég átti gott spjall, við fórum aðeins yfir hverning þetta er innan vallar sem utan vallar. Það er komin ný stjórn inn og hann var ekki í myndini hjá þeim, það er bara eins og það er. Þeir voru bara mjög spenntir að fá mig inn," sagði Andri.

Eiður Smári er auðvitað faðir Andra og hann átti sinn besta tíma á Englandi. Það verður því áhugavert að sjá hvernig viðbrögðin verða þegar enskir stuðningsmenn sjá Guðjohnsen skora aftur þar.

„Ég held að Guðjohnsen nafnið verður seint gleymt á Englandi. Það verður örugglega alltaf tengt við pabba, en maður ætlar sér kannski að búa sér til eigið nafn, sitt eigið Guðjohnsen nafn. Þá bara sem Andri Lucas, það verður bara gaman," sagði Andri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. Nánar var rætt um leikinn gegn Aserbaídsjan þar.


Athugasemdir
banner