Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   mið 03. september 2025 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson ræddi við Fótbolta.net um leikina sem framundan eru í undankeppni heimsmeistaramótsins, en hann segist spenntur fyrir þessu verkefni og vonar að liðið geti tekið skrefið upp á við.

Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli á föstudag sem verður fyrsti leikur Íslands í undankeppninni og gríðarlega mikilvægt að byrja af krafti.

„Ég held að það sé eins mikilvægt og það gerist, að byrja undankeppnina vel. Við verðum að vinna, það er staðan.“

„Við eigum að vinna þá, sérstaklega hérna heima og ég held að allir séu á því markmiði og sömu blaðsíðu með það. Við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel, og undirbúningurinn heldur áfram á morgun og svo er komið að þessu. Mikil tilhlökkun,“
sagði Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Hvernig eru menn tilbúnir að kasta sér í djúpu laugina?

„Við erum allir búnir að vera lengi bæði hér og félagsliðum. Margir að spila á rosalega háu stigi, frábær hópur og góður balans á hópnum. Það er búið að vera mikil rótering þessa tvo glugga og Arnar sagði það alltaf að hann ætlaði að reyna mismunandi hluti, prufa menn og svo framvegis. Vonandi getum við sýnt að við erum búnir að taka skref upp á við í því sem hann vill. Þetta er búið að fara svolítið upp og ofan en við erum búnir að fókusera mikið á þá hluti sem við höfum gert vel og vonandi náum við að slípa því saman fyrir föstudaginn.“

Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.

„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður alla vega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður.“

Guðlaugur Victor ítrekaði það að liðið þurfi lífsnauðsynlega að vinna leikinn á föstudag.

„Þetta er 'möst-win' leikur. Við erum með rosalega efnilegan og góðan hóp í að geta gert það sem þarf til að vinna þá og sérstaklega hérna heima. Ég vona bara að stemningin sé góð, völlurinn fullur og við getum sýnt alvöru frammistöðu,“ sagði hann ennfremur en í viðtalinu ræðir hann einnig um félagaskipti sín til Horsens og aðskilnaðinn frá Plymouth.
Athugasemdir