Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mið 03. september 2025 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson ræddi við Fótbolta.net um leikina sem framundan eru í undankeppni heimsmeistaramótsins, en hann segist spenntur fyrir þessu verkefni og vonar að liðið geti tekið skrefið upp á við.

Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli á föstudag sem verður fyrsti leikur Íslands í undankeppninni og gríðarlega mikilvægt að byrja af krafti.

„Ég held að það sé eins mikilvægt og það gerist, að byrja undankeppnina vel. Við verðum að vinna, það er staðan.“

„Við eigum að vinna þá, sérstaklega hérna heima og ég held að allir séu á því markmiði og sömu blaðsíðu með það. Við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel, og undirbúningurinn heldur áfram á morgun og svo er komið að þessu. Mikil tilhlökkun,“
sagði Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Hvernig eru menn tilbúnir að kasta sér í djúpu laugina?

„Við erum allir búnir að vera lengi bæði hér og félagsliðum. Margir að spila á rosalega háu stigi, frábær hópur og góður balans á hópnum. Það er búið að vera mikil rótering þessa tvo glugga og Arnar sagði það alltaf að hann ætlaði að reyna mismunandi hluti, prufa menn og svo framvegis. Vonandi getum við sýnt að við erum búnir að taka skref upp á við í því sem hann vill. Þetta er búið að fara svolítið upp og ofan en við erum búnir að fókusera mikið á þá hluti sem við höfum gert vel og vonandi náum við að slípa því saman fyrir föstudaginn.“

Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.

„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður alla vega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður.“

Guðlaugur Victor ítrekaði það að liðið þurfi lífsnauðsynlega að vinna leikinn á föstudag.

„Þetta er 'möst-win' leikur. Við erum með rosalega efnilegan og góðan hóp í að geta gert það sem þarf til að vinna þá og sérstaklega hérna heima. Ég vona bara að stemningin sé góð, völlurinn fullur og við getum sýnt alvöru frammistöðu,“ sagði hann ennfremur en í viðtalinu ræðir hann einnig um félagaskipti sín til Horsens og aðskilnaðinn frá Plymouth.
Athugasemdir
banner