Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
   mið 03. september 2025 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson ræddi við Fótbolta.net um leikina sem framundan eru í undankeppni heimsmeistaramótsins, en hann segist spenntur fyrir þessu verkefni og vonar að liðið geti tekið skrefið upp á við.

Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli á föstudag sem verður fyrsti leikur Íslands í undankeppninni og gríðarlega mikilvægt að byrja af krafti.

„Ég held að það sé eins mikilvægt og það gerist, að byrja undankeppnina vel. Við verðum að vinna, það er staðan.“

„Við eigum að vinna þá, sérstaklega hérna heima og ég held að allir séu á því markmiði og sömu blaðsíðu með það. Við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel, og undirbúningurinn heldur áfram á morgun og svo er komið að þessu. Mikil tilhlökkun,“
sagði Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.

Hvernig eru menn tilbúnir að kasta sér í djúpu laugina?

„Við erum allir búnir að vera lengi bæði hér og félagsliðum. Margir að spila á rosalega háu stigi, frábær hópur og góður balans á hópnum. Það er búið að vera mikil rótering þessa tvo glugga og Arnar sagði það alltaf að hann ætlaði að reyna mismunandi hluti, prufa menn og svo framvegis. Vonandi getum við sýnt að við erum búnir að taka skref upp á við í því sem hann vill. Þetta er búið að fara svolítið upp og ofan en við erum búnir að fókusera mikið á þá hluti sem við höfum gert vel og vonandi náum við að slípa því saman fyrir föstudaginn.“

Þetta verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýjum Laugardalsvelli, en nýtt hybrid-gervigras var lagt fyrr á árinu.

„Hann er bara geggjaður. Maður hefur ekki séð Laugardalsvöllinn svona áður, en það verður alla vega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður.“

Guðlaugur Victor ítrekaði það að liðið þurfi lífsnauðsynlega að vinna leikinn á föstudag.

„Þetta er 'möst-win' leikur. Við erum með rosalega efnilegan og góðan hóp í að geta gert það sem þarf til að vinna þá og sérstaklega hérna heima. Ég vona bara að stemningin sé góð, völlurinn fullur og við getum sýnt alvöru frammistöðu,“ sagði hann ennfremur en í viðtalinu ræðir hann einnig um félagaskipti sín til Horsens og aðskilnaðinn frá Plymouth.
Athugasemdir