Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Í leit að sínum fjórða þjálfara eftir að Freysi fór
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Per Kjærbye
Danska félagið Lyngby er í þjálfaraleit eftir að Morten Karlsen var látinn taka pokann sinn. Nýr þjálfari verður sá fjórði sem félagið ræður eftir að Freyr Alexandersson lét af störfum í byrjun árs 2024.

Síðan Freyr tók við Kortrijk í byrjun síðasta árs hefur Lyngby ekki náð stöðugleika í sín mál. Liðið féll úr úrvalsdeildinni eftir að Freyr lét af störfum og er nú í fimmta sæti í B-deildinni.

Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby, segir að framþróun liðsins undir stjórn Karlsen hafi ekki verið nægilega hröð og félagið ætli sér að vanda valið áður en nýr þjálfari verður ráðinn.

Ísak Snær Þorvaldsson er hjá Lyngby á láni frá Rosenborg en hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, með 5 mörk í 8 leikjum.
Athugasemdir
banner