Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
   fös 03. október 2014 14:22
Alexander Freyr Tamimi
Lars Lagerback: Viljum ekki endurtaka söguna frá Kýpur
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, er spenntur fyrir komandi leikjum gegn Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM 2016 sem fram fara sitt hvoru megin við næstu helgi.

Lagerback er ánægður með þann hóp sem hann hefur úr að velja fyrir leikina, en hópurinn var kynntur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í dag.

Eina breytingin frá hinum magnaða 3-0 sigri gegn Tyrklandi er sú að Alfreð Finnbogason kemur inn fyrir Hauk Heiðar Hauksson.

,,Ég er mjög sáttur. Flestir leikmenn eru að spila mjög mikið og eina spurningarmerkið er Jóhann Berg Guðmundsson, og eini leikmaðurinn sem hefur lítið verið að spila er Birkir Már, þannig þetta lítur vel út," sagði Lars við Fótbolta.net.

,,Við munum virkilega einbeita okkur að því með leikmönnunum. Við munum sýna þeim margar myndir tengdar þessu, að þú vinnur engin stig á sögunni. Þú getur lært af sögunni og við munum reyna það, svo ég er viss um að við munum undirbúa okkur þannig að leikmennirnir verða 100 prósent tilbúnir og með 100 prósent hugarfar þegar flautað verður til leiks í Lettlandi," sagði Lars.

,,Lettland er mjög vel skipulagt lið, þeir eru með ungan þjálfara og hann hefur komið mér á óvart. Hann var góður leikmaður þegar þeir fóru í lokakeppni EM, og þeir eru mjög skipulagðir og frekar góðir."

,,Þeir eru frekar lágt settir á styrkleikalista FIFA, alveg eins og við vorum þegar við hófum síðustu undankeppni. En það lítur út fyrir að það sé mjög erfitt að vinna þá, þeir fá mjög fá mörk á sig. Þetta verður erfitt svo við verðum að spila vel og vera þolinmóðir ef þeir spila svona varnarleik."

Athugasemdir
banner
banner