Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   mán 03. október 2022 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn heimsóttu topplið Breiðabliks þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var kannski ekki mikið undir fyrir gestina úr Garðabænum annað en stoltið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Já við töpuðum 3-0 í dag á móti betra liði en við byrjuðum af krafti og hefðum átt að komast yfir 1-0 en fáum skyndisókn á okkur sem þeir skora úr og eftir það var þetta erfitt, þurftum að fara ofar á völlinn og þeir skora úr föstu leikatriði úr hornspyrnu í seinni og svo einni skyndisókn í lokin þannig 3-0 varð niðurstaðan því miður." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Breiðablik komst yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Já það gerist oft en við áttum kannski ekki skilið meira en skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn. Virkilega ánægður með heildarsvipinn á liðinu og eitthvað til að vinna með í framtíðinni."

Stjörnumenn sigruðu síðast þegar þessi lið mættust í deild en Gústi vildi ekki meina að það hafi verið nein auka spenna fyrir leikinn í kvöld.

„Nei ekki neitt. Við fórum algjörlega pressulausir inn í þennan leik. Nánast ekki mikið undir nema spila fyrir stoltið og við gerðum það og gerðum okkar besta en við spiluðum á móti liðinu sem er í efsta sætinu og þarf að halda því og gerðum það vel í dag."

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner