Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 03. október 2022 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn heimsóttu topplið Breiðabliks þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var kannski ekki mikið undir fyrir gestina úr Garðabænum annað en stoltið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Já við töpuðum 3-0 í dag á móti betra liði en við byrjuðum af krafti og hefðum átt að komast yfir 1-0 en fáum skyndisókn á okkur sem þeir skora úr og eftir það var þetta erfitt, þurftum að fara ofar á völlinn og þeir skora úr föstu leikatriði úr hornspyrnu í seinni og svo einni skyndisókn í lokin þannig 3-0 varð niðurstaðan því miður." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Breiðablik komst yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Já það gerist oft en við áttum kannski ekki skilið meira en skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn. Virkilega ánægður með heildarsvipinn á liðinu og eitthvað til að vinna með í framtíðinni."

Stjörnumenn sigruðu síðast þegar þessi lið mættust í deild en Gústi vildi ekki meina að það hafi verið nein auka spenna fyrir leikinn í kvöld.

„Nei ekki neitt. Við fórum algjörlega pressulausir inn í þennan leik. Nánast ekki mikið undir nema spila fyrir stoltið og við gerðum það og gerðum okkar besta en við spiluðum á móti liðinu sem er í efsta sætinu og þarf að halda því og gerðum það vel í dag."

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner