Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Postecoglou taka mikla áhættu
Mynd: EPA
Joe Cole er sérfræðingur TNT Sports. Hann var á sínum tíma leikmaður Chelsea og enska landsliðsins. Hann tjáði sig um byrjunarliðsval Ange Postecoglou fyrir leikinn gegn Ferencvaros í Evrópudeildinni.

Hinn nítján ára gamli sóknaramaður Will Lankshear leikur sinn fyrsta aðalliðsleik og Mikey Moore, sem er sautján ára vængmaður, er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu en hann hefur fimm sinnum komið inn sem varamaður. Hinir táningarnir í liðinu eru Archie Gray og Lucas Bergvall. Alls eru sjö breytingar frá sigrinum gegn Man Utd á sunnudag.

„Þetta er mikil áhætta á úitvelli, fjórir unglingar í byrjunarliðinu og Ferencvaros er ekkert grín," segir Cole.

„Þeir hafa verið í Meistaradeildinni, ungverskur fótbolti er á uppleið."

„Það verður áhugavert að sjá hvernig strákarnir standa sig. Þetta er stórt kvöld fyrir reynsluboltanna líka, þeir þurfa að standa sig."

„Þeir þurfa að spila sinn leik en einnig að nota röddina því yngri leikmennirnir munu alveg finna fyrir spennu og þetta gæti reynt á taugarnar,"
sagði Cole.

Leikur Ferencvaros og Tottenham hefst klukkan 16:45.
Athugasemdir
banner
banner