Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 03. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þórsarar Íslandsmeistarar í 3. flokki
Mynd: Thorsport
Þór Akureyri varð um helgina Íslandsmeistari í 3. flokki karla eftir að hafa unnið ÍA, 5-2, í lokaumferðinni.

Ásbjörn Líndal Arnarsson skoraði þrennu fyrir Þór í lokaleiknum, en Þór þurfti aðeins eitt stig til að gulltryggja Íslandsmeistaratitilinn.

Peter Ingi Helgason var markahæstur hjá Þór á mótinu með 20 mörk í öllum þremur lotunum.

Tveir úr hópnum, Sigurður Jökull Ingvason og Egill Orri Arnarsson, voru báðir seldir til danska félagsins Midtjylland í sumar.

Þessi sami hópur varð Íslandsmeistari í 4. flokki fyrir tveimur árum og því um afar efnilega leikmenn að ræða.

Þórsarar komust einnig í bikarúrslit í sumar en töpuðu þar fyrir Stjörnunni, 2-0.
Athugasemdir
banner
banner