Næst síðasta umferð norsku úrvalsdeildarinnar verður leikin í dag. Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Sandnes Ulf eru tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og mæta Brann í dag.
Steinþór var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Steinþór var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
„Fyrir einhverju síðan vorum við í rauninni í sömu stöðu og vorum í vondum málum. Þá unnum við nokkra leiki í röð og náðum að koma okkur frá þessu. Svo hefur gengið illa í síðustu leikjum, botnliðin hafa verið að ná í stig en við ekki," sagði Steinþór.
„Það hefur vantað stöðugleika. Við höfum verið óheppnir líka í mörgum leikjum."
„Ég tel okkur eiga fullt erindi í þessa deild og við höfum sýnt það í mörgum leikjum. Til dæmis höfum við náð okkrum mjög sterkum útileikjum gegn liðum sem varla tapa á heimavelli. Svo höfum við verið að klúðra leikjum sem við eigum kannski að tapa."
Steinþór spilar reyndar ekki í leiknum í dag þar sem hann tekur út leikbann. Samningur hans við Sandnes rennur út eftir tímabilið. Hann hefur meðal annars fengið samningstilboð frá Viking Stafangri.
„Ég er með nokkur járn í eldinum hérna í Noregi en gæti líka farið út fyrir Noreg. Þetta gæti skýrst á næstu dögum," sagði Steinþór sem býst þó frekar við því að vera áfram í Noregi.
Athugasemdir