Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 03. nóvember 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Kristófer: Geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi
Aron Kristófer Lárusson
Aron Kristófer Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson var kynntur sem nýr leikmaður KR á mánudag. Aron kemur frá ÍA þar sem hann hefur leikið síðustu ár.

Aron var samningslaus og kemur á frjálsri sölu í Vesturbæinn. Aron er 23 ára vinstri bakvörður.

„Það er geggjað, heiður að þeir hafi haft áhuga á að fá mig í raðir sínar. Það er geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi," sagði Aron Kristófer.

„Þetta gerðist stuttu eftir bikarúrslitaleikinn með ÍA. KR hafði samband og það gekk allt mjög fínt upp, náðum alveg mjög vel saman. Þetta gerðist allt mjög fljótt. Ég var búinn að heyra eitthvað en var bara nýlega byrjaður að skoða í kringum mig þegar þetta kemur upp og þá var ég eiginlega bara búinn að ákveða mig."

Aron segir það alveg hafa komið til greina að vera áfram hjá ÍA en hann hafi tekið ákvörðun um að halda áfram.

Það finnst mörgum það talsvert óvænt að Aron sé kominn í KR. Kemur það sjálfum þér á óvart? „Eins og ég segi að heyra af áhuga frá KR er heiður og krefjandi verkefni. Ég horfi á þetta sem góðan glugga til að bæta mig sem leikmann og hjálpa liðinu eins og ég get."

Aron kom til ÍA um mitt sumar 2019 frá uppeldisfélagi sínu Þór. „Tíminn var upp og niður eins og flest öll verkefni. Ég klárlega lærði mjög margt og bætti mig sem leikmann. Þetta voru mjög fín tvö og hálft ár upp á Skaga."

Hann var spurður út í Kristinn Jónsson og hvað honum finnst hann þurfa að bæta í sínum leik. Hann ræddi einnig um tíma sinn hjá Þór, pabba sinn, afa sinn, að spila undir stjórn pabba síns og að deila búningsklefa aftur með Atla Sigurjónssyni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Athugasemdir
banner
banner