Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. nóvember 2024 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marcelo án félags eftir rifrildi við þjálfarann
Fluminense er eitt af þremur félagsliðum sem Marcelo hefur leikið fyrir á frábærum ferli sem atvinnumaður í fótbolta.
Fluminense er eitt af þremur félagsliðum sem Marcelo hefur leikið fyrir á frábærum ferli sem atvinnumaður í fótbolta.
Mynd: EPA
Brasilíski bakvörðurinn Marcelo er án samnings eftir að hafa komist að samkomulagi við Fluminense um starfslok þegar hann átti tvo mánuði eftir af samningi sínum við félagið.

Marcelo er 36 ára gamall og var í mikilvægu hlutverki er Fluminense vann titil í heimalandinu á síðustu leiktíð auk þess að sigra suður-amerísku Meistaradeildina, Copa Libertadores.

Marcelo byrjaði á bekknum í 2-2 jafntefli gegn Gremio á dögunum og ætlaði þjálfarinn að skipta honum inná völlinn. Marcelo var ósammála leiðbeiningum þjálfarans, sem hætti við skiptinguna og leyfði Marcelo að sitja restina af leiknum á bekknum. Talið er að þetta rifrildi hafi orðið til þess að Marcelo ákvað að yfirgefa félagið.

Marcelo hefur leikið 68 leiki á tæpum tveimur árum með Fluminense sem er uppeldisfélagið hans í Brasilíu. Marcelo gerði garðinn frægan með brasilíska landsliðinu og Real Madrid, þar sem hann vann urmul titla og lék með stærstu stjörnum fótboltaheimsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner