Argentínska goðsögnin Lionel Messi segist ekki ætla að verða þjálfari þegar hann leggur fótboltaskóna á hilluna eftir ótrúlega langan og farsælan feril.
Margir af fyrrum liðsfélögum Messi eru orðnir þjálfarar í dag en Messi hefur engan áhuga á því starfi.
„Ég ætla ekki að verða þjálfari eftir að fótboltaferlinum lýkur. Þetta er ekki eitthvað sem ég er að íhuga," sagði Messi, sem hefur verið þekktur fyrir að vera hlédrægur, hljóðlátur og kurteis á sínum fótboltaferli.
Messi er 37 ára gamall og er lykilmaður í liði Inter Miami í MLS deildinni. Hann er ríkjandi heims- og suður-ameríkumeistari með Argentínu og stefnir á HM 2026, sem gæti orðið hans síðasta heimsmeistaramót.
Athugasemdir