Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti aldrei að ræða við Salah - „Jota ótrúlegur pakki"
Salah Jota og Andrew Robertson
Salah Jota og Andrew Robertson
Mynd: EPA
Liverpool mætir Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Jurgen Klopp svaraði spurningum fréttamanna á fundi í hádeginu í dag. Þar var hann meðal annars spurður út í Diogo Jota og Mo Salah.

Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar og skorar eða leggur upp nánast í hverjum leik sem hann spilar.

„Við þurftum ekki að tala neitt sérstaklega að tala um ákvörðunartökur Salah fyrir tímabilið," sagði Klopp en Salah hefur verið sagður of eigingjarn á köflum.

„Svoleiðis hlutir lærast og koma náttúrulega. Við gagnrýndum hann aldrei fyrir að vera of eigingjarn eða neitt slíkt því okkur fannst það ekki. Hann er það yfirvegaður og hefur þróað tæknilegu hlið sína svo hann hefur meiri tíma til að gera réttu hlutina í mismunandi stöðum. Mjög oft tekur hann réttu ákvörðunina."

Jota hefur verið virkilega öflugur að undanförnu í fjarveru Roberto Firmino. Jota kom frá Wolves til Liverpool fyrir rúmu ári síðan.

„Diogo er ótrúlegur pakki. Hann er mjög gáfaður, skipulagður og vel uppbyggður. Þegar ég sá hann fyrst sá ég hann fyrir mér sem leikmann fyrir mig. Hann er með rétta ákefð í öllum stöðum og með frábæra tækni. Hann er ótrúlega gæðamikill," sagði Klopp.

Sjá einnig:
Klopp: Brjáluð dagskrá framundan
Athugasemdir
banner
banner