Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 03. desember 2022 15:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Partey kallaður svikari - Skipti um treyju við Suarez

Gana er fallið úr leik á HM en liðið endaði í neðsta sæti H riðils.


Thomas Partey miðjumaður Arsenal fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á mótinu en hann hefur nú svarað fyrir sig.

„Flestir búast við meiru af mér en við spilum sem lið. Ég hlusta á þjálfarann og geri það sem hann biður mig um svo hann sé ánægður," sagði Partey.

Gana endaði með þrjú stig en eini sigurinn var 3-2 sigur á Suður Kóreu í 2. umferð.

Partey fékk einnig gagnrýni fyrir að skipta um treyju við Suarez eftir leikinn en talað er um Suarez sem óvin Ganverja númer eitt. Stuðningsmenn Gana eru allt annað en sáttir við þetta útspil Partey.


Athugasemdir