Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 17:46
Elvar Geir Magnússon
De Zerbi: Vorum miklu betri en Chelsea en gerum þrjú stór mistök
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: EPA
Enzo Fernandez skoraði tvö mörk fyrir Chelsea.
Enzo Fernandez skoraði tvö mörk fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea vann 3-2 sigur gegn Brighton í dag en Chelsea lék allan seinni hálfleik manni færri eftir rautt spjald Conor Gallagher. Brighton nýtti sér ekki liðsmuninn og Chelsea fékk öll stigin.

„Það er erfitt að kyngja þessu því við spiluðum svo miklu betur en Chelsea. Við gerðum þrjú stór mistök, tvö föst leikatriði í fyrri hálfleik og svo fáum við þriðja markið á okkur á ótrúlegan hátt,“ segir De Zerbi en þriðja mark Chelsea kom úr vítaspyrnu.

„Þetta var hárréttur vítaspyrnudómur en við megum ekki fá á okkur skyndisókn með þessum hætti. Við áttum hornspyrnu. Við erum með ungt lið og gerum svona mistök en menn þurfa að vera með meiri einbeitingu á svona tímapunktum, í föstum leikatriðum.“

„Við töpuðum leiknum á svona atvikum, ekki með spilamennskunni því við spiluðum frábærlega. En svona er fótboltinn.“

Dómari leiksins dæmdi Brighton vítaspyrnu í uppbótartíma en var sendur í VAR skjáinn og tók dóminn til baka.

„Ég vil ekki tala um dómarann. Ég vil tala um fótboltann, leikinn með boltann og án hans. Við þurfum að vera betri í ýmsum þáttum. Gæðin í spilamennsku okkar voru mikil en föst leikatriði eru hluti af leiknum og menn þurfa að vera með einbeitingu og annað hugarfar."
Athugasemdir
banner