Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 03. desember 2023 14:05
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Laget.se 
Einar Guðnason fær nýtt starf í Svíþjóð
Einar Guðnason í heimsókn í Víkina í sumar.
Einar Guðnason í heimsókn í Víkina í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Guðnason fyrrverandi aðstoðarþjálfari Víkings og aðstoðarþjálfari U15 ára landsliðs kvenna hefur verið ráðinn í nýtt starf í Svíþjóð.

Einar flutti til Svíþjóðar eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari á síðasta ári og nú er hann kominnn í nýtt starf hjá KIF Örebro.

Hann mun verða aðalþjálfari U19 ára liðs kvenna hjá félaginu og gerði tveggja ára samning.

„Ég er ánægður og spenntur fyrir þessu verkefni og ég býst við að næsta tímabil verði fullt af gleði, spennu og lærdómi," ssagði einar á Laget.se.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner