Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   sun 03. desember 2023 17:09
Elvar Geir Magnússon
Tók hárblásarann í hálfleik og það svínvirkaði
Mynd: Getty Images
„Ég hef aldrei verið eins reiður í hálfleik," sagði Brendan Rodgers stjóri Celtic í Skotlandi eftir 3-1 útisigur gegn St Johnstone í dag. Celtic var undir í hálfleik en allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik.

„Ég er ennþá smá reiður, í hreinskilni sagt. Þetta snerist ekkert um leikskipulag heldur bara hugarfar. Það vantaði alla ákefð í okkur og við vorum verðskuldað undir í hálfleik. En sem betur fer breyttist þetta í seinni hálfleik."

Brendan Rodgers tók hárblásarann á leikmenn sína, hraunaði yfir þá í hálfleik, og það svínvirkaði. Callum McGregor, Matt O'Riley og James Forrest skoruðu í seinni hálfleik.

Celtic er enn ósigrað eftir fimmtán leiki, liðið er með átta stiga forystu á Rangers sem á leik til góða. Rangers vann 2-0 sigur gegn St Mirren í dag, Abdallah Sima skoraði bæði mörk Rangers.
Athugasemdir
banner
banner
banner