Tveir leikir eru á dagskrá í ítalska bikarnum í kvöld.
Sassuolo, topplið B-deildarinnar, er á miklu skriði þar en liðið heimsækir Milan sem er að spila langt undir væntingum í A-deildinni. Milan hefur gengið mjög illa að smíða saman sigra en allt getur breyst í bikarnum.
Fyrr um kvöldið er svo A-deildar slagur þar sem Bologna fær Monza í heimsókn. Bologna vann ekki í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum eftir frábært tímabil í fyrra en hefur verið að rétta úr kútnum og er komið í 8. sæti.
Monza aftur á móti er í miklu basli og er í næst neðsta sæti.
ITALY: National cup
17:30 Bologna - Monza
20:00 Milan - Sassuolo
Athugasemdir