Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 15:00
Enski boltinn
„Leikmaður sem Manchester United gæti notað"
Leif Davis.
Leif Davis.
Mynd: Getty Images
Manchester United er í leit að vinstri vængbakverði en Leif Davis, vinstri bakvörður Ipswich, ætti að vera ofarlega á lista félagsins.

Davis er sókndjarfur bakvörður sem hefur blómstrað hjá Ipswich. Á síðasta tímabili skapaði hann flest færi og lagði upp flest mörk af öllum leikmönnum Championship-deilarinnar á Englandi.

Á þessu tímabili hefur hann haldið áfram á svipuðu róli en hann hefur skapað fleiri færi og fleiri stór færi en allir aðrir varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar.

„Leif Davis, þetta er leikmaður sem Manchester United gæti notað," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum en Davis lagði upp mark gegn United á dögunum.

„Alveg 100 prósent. Ég held að þetta sé þriðja eða fjórða markið sem hann leggur upp," sagði Magnús Haukur Harðarson.

Luke Shaw og Tyrell Malacia, vinstri bakverðir Man Utd, eru báðir gríðarlega meiðslahrjáðir.


Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Athugasemdir
banner
banner