lau 04. janúar 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jordi Cruyff tekinn við Ekvador (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Jordi Cruyff, sonur Johan Cruyff, er tekinn við landsliði Ekvador. Þetta er hans þriðja aðalþjálfarastarf á ferlinum.

Jordi býr yfir mikilli reynslu úr knattspyrnuheiminum en hann á leiki að baki fyrir Barcelona, Manchester United og hollenska landsliðið.

Eftir að atvinnumannaferlinum lauk var Jordi ráðinn sem yfirmaður íþróttamála hjá AEK Larnaca og svo hjá Maccabi Tel Aviv. Eftir fimm ár hjá Maccabi var hann ráðinn sem þjálfari félagsins og hefur ekki snúið við síðan.

Jordi var þjálfari Viðars Arnar Kjartanssonar á tíma hans hjá Maccabi og hefur einnig stýrt kínverska félaginu Chongqing Dangdai Lifan.

Markmið Ekvador er að komast á HM í Katar en þjóðin missti af síðustu heimsmeistarakeppni í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner