Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. janúar 2020 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney um spilafíkn: Auðvelt í gegnum símann
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, er partur af auglýsingaherferð veðmálafyrirtækisins 32Red og opnaði sig um sína eigin baráttu við spilafíkn í viðtali.

Rooney er 34 ára gamall og nýlega genginn til liðs við Derby County, þar sem hann lagði upp í sínum fyrsta leik, en þegar hann var tvítugur skuldaði hann 700 þúsund pund í veðmálaskuldir.

Rooney notar treyju númer 32 hjá Derby. Það er auglýsing fyrir 32Red og var sóknarmaðurinn gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun sína.

„Ég var ungur og með mikinn pening á milli handanna. Þegar þú spilar útileik með Manchester United þá gistiru á hóteli. Með enska landsliðinu ertu á hóteli kannski 7-10 daga í röð. Það getur orðið leiðinlegt og þá finnur maður uppá einhverju til að eyða tímanum," sagði Rooney.

„Á þessum tíma notaði ég veðmálasíður til að eyða tímanum, það var auðvelt að gera það í gegnum símann og manni fannst þetta ekki vera alvöru peningur. Ég þurfti ekki að fara einhvert til að leggja inn veðmál og afhenda pening, þetta var svo auðvelt.

„Áður en maður veit af er maður byrjaður að tapa háum upphæðum. Ég vann smá pening í byrjun og hélt að þetta yrði auðvelt, þannig saugst ég inn í þetta og komst ekki út aftur fyrr en ég hafði tapað háum upphæðum."

Athugasemdir
banner
banner