Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. janúar 2023 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gakpo loksins kominn með atvinnuleyfi
Cody Gakpo.
Cody Gakpo.
Mynd: Getty Images
Hollenski landsliðsmaðurinn Cody Gakpo getur formlega hafist handa við vinnu sína hjá Liverpool.

Liverpool tilkynnti um samkomulag við PSV Einhoven um kaupin á Gakpo fyrir áramót en það hefur tekið nokkurn tíma að ganga frá atvinnuleyfi fyrir leikmanninn.

Á meðan það hefur verið í gangi þá hefur Gakpo ekki fengið leyfi til að æfa né spila með Liverpool en hann er núna kominn með það leyfi.

Hann var ekki í hópnum gegn Brentford fyrr í þessari viku en getur tekið þátt í næsta leik gegn Úlfunum í FA-bikarnum.

Hinn 23 ára Gakpo átti mjög öflugt heimsmeistaramót og verður fróðlegt að sjá hann í enska boltanum. Hann getur leyst flestar stöðurnar fremst á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner