Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. janúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía í dag - Risaslagur í Mílanó
Mynd: EPA
Heil umferð er á dagskrá í Seríu A á Ítalíu í dag en þetta er fyrsta umferð eftir HM-pásuna.

Veislan hefst klukkan 11:30. Salernitana heimsækir Ítalíumeistara Milan á meðan Sassuolo og Sampdoria eigast við.

Þórir Jóhann Helgason og hans menn í Lecce spila þá við Lazio klukkan 15:30 á meðan Mikael Egill Ellertsson og félagar í Spezia fá Atalanta í heimsókn tveimur tímum áður.

Stærsti leikur umferðarinnar er leikur Napoli og Inter klukkan 19:45 en hann er spilaður á San Síró í Mílanó.

Leikir dagsins:
11:30 Salernitana - Milan
11:30 Sassuolo - Sampdoria
13:30 Torino - Verona
13:30 Spezia - Atalanta
15:30 Roma - Bologna
15:30 Lecce - Lazio
17:30 Fiorentina - Monza
17:30 Cremonese - Juventus
19:45 Udinese - Empoli
19:45 Inter - Napoli
Athugasemdir
banner
banner
banner