Freyr Alexandersson er hættur þjálfun Lyngby en þetta kom fyrst fram hjá BT. Bold segir að Freyr sé að taka við Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni.
Freyr hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn hjá Lyngby, hann kom liðinu upp í efstu deild og náði að halda því þar með ótrúlegum hætti á síðasta tímabili eftir að staðan var svört. Liðið siglir nú lygnan sjó í deildinni.
Önnur félög í Danmörku höfðu sýnt Frey áhuga og hann verið orðaður við Viborg og OB.
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er hann að taka við Kortrijk sem situr í neðsta sæti belgísku deildarinnar með tíu stig eftir tuttugu umferðir. Forráðamenn félagsins vonast væntanlega til þess að hann framkvæmi aðra eins björgun og hann gerði með Lyngby.
Freyr hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn hjá Lyngby, hann kom liðinu upp í efstu deild og náði að halda því þar með ótrúlegum hætti á síðasta tímabili eftir að staðan var svört. Liðið siglir nú lygnan sjó í deildinni.
Önnur félög í Danmörku höfðu sýnt Frey áhuga og hann verið orðaður við Viborg og OB.
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er hann að taka við Kortrijk sem situr í neðsta sæti belgísku deildarinnar með tíu stig eftir tuttugu umferðir. Forráðamenn félagsins vonast væntanlega til þess að hann framkvæmi aðra eins björgun og hann gerði með Lyngby.
Freyr var duglegur að sækja íslenska leikmenn til Lyngby en hjá félaginu eru Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen.
Jonathan Hartmann sem var aðstoðarmaður Freys hjá Lyngby er einnig hættur hjá félaginu og líklegt þykir að hann fylgi honum til Belgíu.
Freyr hefur stýrt Lyngby síðan 2021 en áður var hann aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, aðalþjálfari Leiknis, aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals og aðalþjálfari kvennaliðs Vals.
Athugasemdir