Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
   mán 04. febrúar 2013 18:30
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Viðtal við Rúnar Má: Jaap Stam yfirvegaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson gekk í raðir hollenska liðsins Zwolle rétt fyrir lok félagaskiptagluggans. Zwolle er í botnbaráttu hollensku úrvalsdeildarinnar.

Útlit var fyrir að Rúnar væri á leið til Sundsvall en það breyttist á síðustu stundu.

„Ég var eiginlega farinn að búa mig undir að fara til Svíþjóðar. Þetta átti sér ekki langan aðdraganda. Þetta voru einhverjir tveir til þrír dagar fyrir lok gluggans sem þetta fór allt af stað með Zwolle, ég er mjög ánægður með að þetta er komið í gegn," sagði Rúnar Már í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu síðasta laugardag.

Nú er hægt að hlusta á upptöku af viðtalinu í spilaranum hér að ofan.

„Þetta er ekki mjög stór klúbbur hér í Hollandi og liðið hefur flakkað milli deilda. En liðið er að gera ágætis hluti núna og markmiðið að halda sér í deildinni. Það er mjög flott aðstaða og völlurinn flottur. Allt í kringum þetta er stærra en ég hélt."

Aðstoðarþjálfari Zwolle er Jaap Stam, fyrrum varnarmaður Manchester United.

„Hann er flottur þarna. Hann virkar mjög rólegur og yfirvegaður," sagði Rúnar sem er á lánssamningi frá Val út tímabilið og þarf að sanna sig á hverri æfingu. Hann vonast til að fá samning eftir tímabilið.

„Þeir misstu fyrirliðann í glugganum, hann var djúpur á miðju varnarsinnaður og það er svona sú staða sem ég er að horfa til. Það er mún stysta leið inn í liðið, miðað við það sem ég hef séð er ég alveg á sama „leveli" og leikmenn hérna."

Athugasemdir
banner
banner