Rúnar Már Sigurjónsson gekk í raðir hollenska liðsins Zwolle rétt fyrir lok félagaskiptagluggans. Zwolle er í botnbaráttu hollensku úrvalsdeildarinnar.
Útlit var fyrir að Rúnar væri á leið til Sundsvall en það breyttist á síðustu stundu.
Útlit var fyrir að Rúnar væri á leið til Sundsvall en það breyttist á síðustu stundu.
„Ég var eiginlega farinn að búa mig undir að fara til Svíþjóðar. Þetta átti sér ekki langan aðdraganda. Þetta voru einhverjir tveir til þrír dagar fyrir lok gluggans sem þetta fór allt af stað með Zwolle, ég er mjög ánægður með að þetta er komið í gegn," sagði Rúnar Már í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu síðasta laugardag.
Nú er hægt að hlusta á upptöku af viðtalinu í spilaranum hér að ofan.
„Þetta er ekki mjög stór klúbbur hér í Hollandi og liðið hefur flakkað milli deilda. En liðið er að gera ágætis hluti núna og markmiðið að halda sér í deildinni. Það er mjög flott aðstaða og völlurinn flottur. Allt í kringum þetta er stærra en ég hélt."
Aðstoðarþjálfari Zwolle er Jaap Stam, fyrrum varnarmaður Manchester United.
„Hann er flottur þarna. Hann virkar mjög rólegur og yfirvegaður," sagði Rúnar sem er á lánssamningi frá Val út tímabilið og þarf að sanna sig á hverri æfingu. Hann vonast til að fá samning eftir tímabilið.
„Þeir misstu fyrirliðann í glugganum, hann var djúpur á miðju varnarsinnaður og það er svona sú staða sem ég er að horfa til. Það er mún stysta leið inn í liðið, miðað við það sem ég hef séð er ég alveg á sama „leveli" og leikmenn hérna."
Athugasemdir