Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   lau 04. febrúar 2023 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nathan Jones breytir nálgun sinni hjá Southampton
Jones ætlar ekki að gefa tommu eftir héðan í frá.
Jones ætlar ekki að gefa tommu eftir héðan í frá.
Mynd: Southampton
Mynd: EPA

Nathan Jones var sár eftir 3-0 tap Southampton gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Velski stjórinn tók við félaginu í fyrrihluta nóvember mánaðar og virðist ekki nógu sáttur með árangurinn sem hefur náðst síðan.


Southampton dúsir á botni deildarinnar eftir tapið, þremur stigum frá öruggu sæti. Jones var ráðinn frá Luton Town til að bjarga Southampton frá falli og koma félaginu aftur á lappir eftir erfiða tíma í ensku fallbaráttunni.

„Ég ætla að vera heiðarlegur hérna og taka þetta á mig. Þetta er mér að kenna. Ég var ráðinn hingað til að breyta ákveðnum hlutum og ég sé að það er ekki að skila sér nógu vel," sagði Jones við BBC

„Ég hef aðeins villst af braut þegar kemur að leikkerfi og leikstíl. Ég hef brugðist leikmönnunum, ég á enn eftir að setja mark mitt á liðið þegar ég ætti að vera löngu búinn að því. Ég er kominn í ensku úrvalsdeildina og hef gleymt mér aðeins."

Jones telur sjálfan sig ekki hafa verið nógu harðan við leikmenn Southampton hingað til en núna breytist það.

„Ég verð að kenna sjálfum mér um vegna þess að það er ég sem er ábyrgur fyrir því að standardinn hérna sé ekki nógu hár. Hvert sem ég hef farið þá hef ég passað það að hafa alltaf háleit markmið. Hingað til hef ég aldrei leyft neinum að komast upp með neitt en núna er ég að eiga við úrvalsdeildarleikmenn sem eru með öðruvísi kröfur. Maður þarf að gefa þeim hitt og þetta en nú verður ekkert meira af því."

Jones hefur reynt að byggja leikstíl Southampton til að passa við þá leikmenn sem eru innan félagsins en er búinn að komast að því að það hentar honum ekki sem þjálfara.

„Ég er þekktur sem einn aggressívasti stjóri Englands og þegar ég var hjá Luton var ekkert lið á Englandi sem afrekaði neitt í líkingu við okkur innan vallar. Hérna hjá nýju félagi er ég búinn að reyna að gefa fólkinu það sem það vill, ég er búinn að reyna að gefa þeim leikkerfi sem hentar þeirra eiginleikum. En það virkar ekki fyrir mig og er ekki í takt við ástæðurnar fyrir því að ég var ráðinn hingað."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner