Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fagioli nýr liðsfélagi Alberts (Staðfest) - Milan fær tvo
Mynd: Fiorentina
Fiorentina hefur gengið frá samningum við Juventus um ítalska miðjumanninn Nicolo Fagioli en hann kemur á láni út tímabilið gegn kaupskyldu eftir tímabilið.

Stjórnarmenn Fiorentina voru duglegir á markaðnum í glugganum en alls komu sex leikmenn til félagsins.

Flórensarliðið greiðir 2,5 milljónir evra fyrir lánsdvöl Fagioli en með kaupskyldunni kostar hann í kringum 19 milljónir evra.

Fagioli er 23 ára gamall uppalinn Juventus-maður en hann lék 69 leiki og skoraði þrjú mörk fyrir aðalliðið.

Fiorentina fékk einnig þá Nicolas Valentini, Michael Folorunsho, Pablo Mari, Nicolo Zaniolo og Cher Ndour í glugganum.

Fagioli byrjar að æfa með Fiorentina á morgun en þar hittir hann íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson sem er á láni frá Genoa.

Milan staðfesti þá seint í gær komu tveggja leikmanna, þeirra Warren Bondo og Riccardo Sottil.

Sottil er 25 ára gamall vængmaður sem kemur á láni frá Fiorentina. Milan getur gert skiptin varanleg fyrir 10 milljónir evra í sumar.

Bondo er 21 árs gamall miðjumaður sem kemur frá nágrönnum þeirra í Monza. Kaupverðið á honum nemur um 12 milljónum evra en hann á að taka sæti alsírska leikmannsins Ismael Bennacer sem gekk í raðir Marseille í gær.

Fyrirliði Milan, Davide Calabria, var þá sendur á lán til Bologna út tímabilið. Samningur hans við Milan rennur út í sumar og hefur hann því spilað sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélagið.






Athugasemdir
banner
banner