Félagaskiptaglugginn lokaði klukkan 23 en tilkynningarnar halda áfram að hrannast inn þar sem félög gátu fengið aukinn tíma til að ganga frá pappírsvinnu. Wolves tókst meðal annars að landa miðverðinum Nasser Djiga frá Rauðu stjörnunni í Serbíu.
Djiga er 22 ára gamall og er landsliðsmaður Búrkína Fasó en hann hefur verið að gera vel í Serbíu.
Rauða stjarnan samþykkti 10 milljóna punda tilboð frá Wolves í dag og var hann kynntur seint í kvöld.
Þessi 22 ára gamli varnarmaður gerði fimm og hálfs árs samning við Wolves og er annar miðvörðurinn sem Wolves fær í glugganum á eftir Emmanuel Agbadou sem kom frá Reims í síðasta mánuði.
Þetta verða líklega ekki síðustu kaup Wolves í glugganum en félagið er búið að ná samkomulagi við Reims um kaup á Simbabve-manninum Marshall Munetsi.
Wolves greiðir um 15 milljónir punda fyrir þennan 28 ára gamla leikmann, en tilkynning kemur von bráðar.
The full story as Nasser Djiga signs from Red Star Belgrade ?????
— Wolves (@Wolves) February 4, 2025
Athugasemdir