Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Klopp um vandræði Liverpool: Er orðinn mun betri stjóri
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að meiðslavandræði liðsins á þessu tímabili hafi gert sig að betri stjóra.

Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa lítið spilað á tímabilinu og óvíst er hvort þeir nái fleiri leikjum. Klopp hefur ítrekað neyðst til að búa til nýtt miðvarðapar.

„Flest vandamálin koma út af meiðslavandræðunum. Á þessu ári höfum við tekist á við algjörlega ný vandamál. Ég hef aldrei í mínu lífi - og ég hef sinnt þessu starfi í 20 ár - þurft að breyta varnarlínunni í hverri viku," sagði Klopp.

„Ég er mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því að vanalega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá."

„Við lentum í svona aðstöðu á föstudaginn. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta því algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum."

„Fólk getur sagt að þetta sé afsökun. Mér gæti ekki verið meira sama í hreinskilni sagt. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef þú spyrð mig um útskýringar af hverju þetta hefur breyst þá bendi ég á þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner