Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 04. mars 2023 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerðist í treyjumálum Bosníu/Hersegóvínu?
Icelandair
Endar það svo að Bosnía/Herzegóvína spilar aldrei í nýju geggjuðu adidas búningunum?
Endar það svo að Bosnía/Herzegóvína spilar aldrei í nýju geggjuðu adidas búningunum?
Mynd: adidas
Búningarnir sem liðið notaði í september.
Búningarnir sem liðið notaði í september.
Mynd: adidas

Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2024 er Bosnía/Hersegóvína en leikur liðanna fer fram í Zenica 23. mars næstkomandi. Eitt af því sem virðist vera spennandi að átta sig á er í hvaða búningum ætla heimamenn að spila.


Adidas tilkynnti síðasta sumar nýjan geggjaðan búning sem liðið átti að byrja að spila í með nýjum samningi við þýska framleiðandann.

„Treyjan sem er innblásin af fossum er gerð úr endurunnum efnum. Frjálst flæði eins og í fossum Bosníu og Hersegóvínu," segir í auglýsingatexta adidas.

Í lok september mætti liðið í leiki gegn Svartfjallalandi og Rúmeníu í Þjóðadeildinni  en óvænt voru geggjuðu búningarnir ekki sjáanlegir heldur svokallaðir bæklingabúningar frá adidas, eitthvað sem fólk getur allajafna keypt á útsölu í Sports Direct eða álíka búðum.

Þá var giskað á að adidas hafi ekki náð að framleiða búningana flottu í tíma fyrir leikina en þeir kæmu þó á endanum og yrðu frumsýndir gegn Íslandi.

Búningarnir nýju sem liðið hefur ekki enn spilað í eru til sölu í vefverslun adidas og þar stendur að þeir muni verða klárir 13. mars næstkomandi. 

Það kom því mikið á óvart í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að Bosnía/Hersegóvína hafi gert samstarfssamning við annan framleiðanda, Kelme, um búninga landsliðsins. Kelme hefur verið með samning við knattspyrnusamband þjóðarinnar um búninga dómara í deildakeppni þar í landi.  Hvort búningarnir frá Kelme verði klárir 23. mars næstkomandi þegar Ísland kemur í heimsókn verður bara að koma í ljós.


Athugasemdir
banner
banner
banner