Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 04. mars 2023 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Tindastóll skellti ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 0 - 3 Tindastóll
0-1 María Dögg Jóhannesdóttir ('34 )
0-2 Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('68 , Sjálfsmark)
0-3 Murielle Tiernan ('72 )


ÍBV og Tindastóll áttust við í A-deild Lengjubikars kvenna í dag og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni.

María Dögg Jóhannesdóttir gerði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Tindastól sem tvöfaldaði svo forystuna þökk sé sjálfsmarki í síðari hálfleik.

Skömmu eftir sjálfsmarkið innsiglaði hin öfluga Murielle Tiernan sigur Sauðkrækinga og urðu lokatölur 0-3 fyrir Tindastól.

Þetta var fyrsti sigur Tindastóls í Lengjubikarnum í ár eftir tvö stór töp og er liðið með þrjú stig eftir þrjár umferðir.

ÍBV er einnig með þrjú stig en Eyjakonur hafa aðeins spilað tvo leiki og eiga því leik til góða.


Athugasemdir
banner