lau 04. mars 2023 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Segist vera í svipuðum gæðaflokki og þeir allra bestu - „Ég er vanmetinn"
Hakan Calhanoglu
Hakan Calhanoglu
Mynd: EPA
Hakan Calhanoglu, leikmaður Inter á Ítalíu, segist vera í svipuðum gæðaflokki og Luka Modric, Kevin de Bruyne, Pedri og Casemiro í viðtali við Goal.

Tyrkneski miðjumaðurinn hefur komið að níu mörkum í 32 leikjum með Inter á þessari leiktíð en hann færir boltann á milli varnar og sóknar.

Andrea Pirlo er í miklu uppáhaldi hjá Calhanoglu sem segist vera vanmetinn.

Luka Modric, Casemiro, Pedri og Kevin de Bruyne eru meðal þeirra bestu í heiminum í dag en hann segist ekki vera langt frá þeim og telur sig vera meðal fimm bestu í Evrópu í stöðunni sem hann spilar.

„Já, mér finnst ég vera vanmetinn. Ég er ekki langt frá þessum mönnum sem þú nefnir. Ég er með allt til að vera í sama gæðaflokki og ég sé sjálfan mig meðal fimm bestu leikmönnum í Evrópu í minni stöðu. Ég segi þetta af auðmýkt en þó með vitund. Ég held að sumir leikmenn, sem spila í ensku úrvalsdeildinni, séu með meiri sýnileika en ég í augnablikinu,“ sagði Calhanoglu.
Athugasemdir
banner
banner
banner