Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. mars 2024 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Kostyantyn Pikul semur við Þrótt V. (Staðfest)
Kostyantyn Pikul fer úr Þrótti í Þrótt
Kostyantyn Pikul fer úr Þrótti í Þrótt
Mynd: Þróttur V
Varnarmaðurinn Kostyantyn Pikul hefur samið um að leika með Þrótti Vogum til næstu tveggja ára en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Pikul er 28 ára gamall Úkraínumaður sem kom til landsins sumarið 2022 eftir að hafa spilað allan sinn feril í heimalandinu.

Pikul var fyrirliði Alyans í næst efstu deild áður en keppni var hætt um tíma vegna stríðsátaka í landinu.

Hann samdi við Þrótt R. og hjálpaði liðinu meðal annars að komast upp úr 2. deildinni sumarið 2022.

Í heildina spilaði hann 44 leiki fyrir Þróttara en yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Þrótti Vogum. Pikul skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Þróttur V. var hársbreidd frá því að komast upp í Lengjudeildina á síðasta ári en liðið hafnaði í 4. sæti aðeins þremur stigum á eftir ÍR, sem tók síðasta lausa sætið í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner