Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Segir enga ástæðu til að stöðva fótboltann í Hvíta-Rússlandi
Frá fótboltaleik í Hvíta-Rússlandi.
Frá fótboltaleik í Hvíta-Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Sergei Zhardetski, aðalritari knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi, segir að það sé engin ástæða til þess að hætta fótboltaiðkun í landinu.

Fótboltinn heldur áfram í Hvíta-Rússlandi á meðan hann hefur verið stöðvaður í nánast öllum löndum heims vegna kórónuveirunnar. Hvíta-Rússland er eina landið í Evrópu þar sem fótbolti er spilaður í efstu deild.

Áhuginn á deildinni hefur rokið upp, en alþjóðaleikmannasamtökin segja það óskiljanlegt að enn sé spilaður fótbolti í landinu.

Fjórir hafa látist í Hvíta-Rússlandi og 351 hafa smitast með veiruna, en yfirvöld þar í landi hafa ekki frestað íþróttaviðburðum, lokað fyrirtækjum og hvatt fólk til að halda sig innandyra. Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, hefur hvatt landsmenn til að drekka Vodka og þvo sér um hendurnar með því.

Zhardetski segir að engin plön séu um að stöðva fótboltann í landinu. „Við endurmetum stöðuna á hverjum degi," sagði hann við ESPN. Hann hélt áfram og sagði: „Við treystum heilbrigðiskerfinu okkar og það er í augnablikinu engin ástæða til þess að stöðva deildina."

„Við skiljum að staðan sé mjög alvarleg í sumum löndum, en við höfum ráðfært okkur við viðeigandi yfirvöld í Hvíta-Rússlandi og það er okkar skilningur að deildin geti haldið áfram."

Einn Íslendingur leikur í deildinni en það er Willum Þór Willumsson sem er hjá BATE Borisov.
Athugasemdir
banner
banner
banner