Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Óskiljanlegt" að enn sé spilað í Hvíta-Rússlandi
Willum leikur með BATE í Hvíta-Rússlandi.
Willum leikur með BATE í Hvíta-Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alþjóðlegu leikmannasamtökin FIFPro segja það óskiljanlegt að spilað sé áfram í Hvíta-Rússlandi.

Fótboltinn heldur áfram í Hvíta-Rússlandi á meðan hann hefur verið stöðvaður í nánast öllum löndum heims vegna kórónuveirunnar. Hvíta-Rússland er eina landið í Evrópu þar sem fótbolti er spilaður í efstu deild.

Átta leikir eiga að vera á dagskrá í úrvalsdeild Hvíta-Rússlands um helgina, en áhuginn á deildinni hefur rokið upp.

„Það er óskiljanlegt hvernig þetta er að gerast," segir Jonas Baer-Hoffmann, aðalritari FIFPro.

„Ég held að það geti enginn útskýrt af hverju það gildi öðruvísi reglur þarna en hinum megin við landamærin," sagði hann enn fremur og bætti við að áhyggjufullir leikmenn hefðu sett sig í samband við samtökin.

FIFPro vonast til að FIFA og UEFA muni taka til hendinni varðandi það að fótboltinn sé enn í gangi í Hvíta-Rússlandi.

Einn Íslendingur leikur í deildinni en það er Willum Þór Willumsson sem er hjá BATE Borisov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner