Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   lau 04. maí 2019 20:30
Jóhann Óli Eiðsson
Björn Berg: Gamli karlinn varði fáránlega frá mér
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er bara tuska í andlitið, högg í punginn, ég meina hvað er ekki hægt að segja um þetta. Þetta er viðbjóður. Við ætluðum að taka þrjá punkta og vorum helvíti nálægt því. Það var kæruleysi í restina sem kostaði okkur tvo punkta,“ sagði varnarmaðurinn Björn Berg Bryde að loknu 2-2 jafntefli HK og Breiðabliks.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Breiðablik

Björn átti góðan leik í vörn HK og var ógnandi fram á við að auki. Hann skoraði síðara mark síns liðs en eftir um korters leik var hann nánast búinn að skora. Snögg viðbrögð fyrirliða Breiðabliks, Gunnleifs Gunnleifssonar, björguðu þá marki.

„Við erum strekir í föstum leikatriðinum og markmiðið er að öll liðin séu skíthrædd þegar við stóru strákarnir mætum í boxið. Gamli karlinn varði þarna fáránlega frá mér í fyrra skiptið en réð ekki við síðari boltann,“ segir Björn.

Það vakti athygli að varnarmaðurinn skipti um treyju á milli leikja. Í fyrstu leikjum ársins var hann í treyju númer fimm en í dag var hann mættur í treyju 24 sem hann kann betur við.

„24 er mitt númer. Það var smá bras á Macron fyrir síðasta leik og nýju treyjurnar ekki komnar þannig við tókum gamla settið. Ég var ekki að fara að taka 24 í stærð small þannig ég lét fimmuna duga,“ segir Björn.
Athugasemdir
banner
banner