Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 04. maí 2019 20:30
Jóhann Óli Eiðsson
Björn Berg: Gamli karlinn varði fáránlega frá mér
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er bara tuska í andlitið, högg í punginn, ég meina hvað er ekki hægt að segja um þetta. Þetta er viðbjóður. Við ætluðum að taka þrjá punkta og vorum helvíti nálægt því. Það var kæruleysi í restina sem kostaði okkur tvo punkta,“ sagði varnarmaðurinn Björn Berg Bryde að loknu 2-2 jafntefli HK og Breiðabliks.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Breiðablik

Björn átti góðan leik í vörn HK og var ógnandi fram á við að auki. Hann skoraði síðara mark síns liðs en eftir um korters leik var hann nánast búinn að skora. Snögg viðbrögð fyrirliða Breiðabliks, Gunnleifs Gunnleifssonar, björguðu þá marki.

„Við erum strekir í föstum leikatriðinum og markmiðið er að öll liðin séu skíthrædd þegar við stóru strákarnir mætum í boxið. Gamli karlinn varði þarna fáránlega frá mér í fyrra skiptið en réð ekki við síðari boltann,“ segir Björn.

Það vakti athygli að varnarmaðurinn skipti um treyju á milli leikja. Í fyrstu leikjum ársins var hann í treyju númer fimm en í dag var hann mættur í treyju 24 sem hann kann betur við.

„24 er mitt númer. Það var smá bras á Macron fyrir síðasta leik og nýju treyjurnar ekki komnar þannig við tókum gamla settið. Ég var ekki að fara að taka 24 í stærð small þannig ég lét fimmuna duga,“ segir Björn.
Athugasemdir
banner
banner