Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 04. maí 2019 20:30
Jóhann Óli Eiðsson
Björn Berg: Gamli karlinn varði fáránlega frá mér
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er bara tuska í andlitið, högg í punginn, ég meina hvað er ekki hægt að segja um þetta. Þetta er viðbjóður. Við ætluðum að taka þrjá punkta og vorum helvíti nálægt því. Það var kæruleysi í restina sem kostaði okkur tvo punkta,“ sagði varnarmaðurinn Björn Berg Bryde að loknu 2-2 jafntefli HK og Breiðabliks.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Breiðablik

Björn átti góðan leik í vörn HK og var ógnandi fram á við að auki. Hann skoraði síðara mark síns liðs en eftir um korters leik var hann nánast búinn að skora. Snögg viðbrögð fyrirliða Breiðabliks, Gunnleifs Gunnleifssonar, björguðu þá marki.

„Við erum strekir í föstum leikatriðinum og markmiðið er að öll liðin séu skíthrædd þegar við stóru strákarnir mætum í boxið. Gamli karlinn varði þarna fáránlega frá mér í fyrra skiptið en réð ekki við síðari boltann,“ segir Björn.

Það vakti athygli að varnarmaðurinn skipti um treyju á milli leikja. Í fyrstu leikjum ársins var hann í treyju númer fimm en í dag var hann mættur í treyju 24 sem hann kann betur við.

„24 er mitt númer. Það var smá bras á Macron fyrir síðasta leik og nýju treyjurnar ekki komnar þannig við tókum gamla settið. Ég var ekki að fara að taka 24 í stærð small þannig ég lét fimmuna duga,“ segir Björn.
Athugasemdir
banner