Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 04. maí 2019 20:30
Jóhann Óli Eiðsson
Björn Berg: Gamli karlinn varði fáránlega frá mér
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Björn Berg skoraði eitt og var nálægt því að setja annað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er bara tuska í andlitið, högg í punginn, ég meina hvað er ekki hægt að segja um þetta. Þetta er viðbjóður. Við ætluðum að taka þrjá punkta og vorum helvíti nálægt því. Það var kæruleysi í restina sem kostaði okkur tvo punkta,“ sagði varnarmaðurinn Björn Berg Bryde að loknu 2-2 jafntefli HK og Breiðabliks.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Breiðablik

Björn átti góðan leik í vörn HK og var ógnandi fram á við að auki. Hann skoraði síðara mark síns liðs en eftir um korters leik var hann nánast búinn að skora. Snögg viðbrögð fyrirliða Breiðabliks, Gunnleifs Gunnleifssonar, björguðu þá marki.

„Við erum strekir í föstum leikatriðinum og markmiðið er að öll liðin séu skíthrædd þegar við stóru strákarnir mætum í boxið. Gamli karlinn varði þarna fáránlega frá mér í fyrra skiptið en réð ekki við síðari boltann,“ segir Björn.

Það vakti athygli að varnarmaðurinn skipti um treyju á milli leikja. Í fyrstu leikjum ársins var hann í treyju númer fimm en í dag var hann mættur í treyju 24 sem hann kann betur við.

„24 er mitt númer. Það var smá bras á Macron fyrir síðasta leik og nýju treyjurnar ekki komnar þannig við tókum gamla settið. Ég var ekki að fara að taka 24 í stærð small þannig ég lét fimmuna duga,“ segir Björn.
Athugasemdir
banner
banner