þri 04. maí 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Hefur ekki áhuga á að skora ljót mörk
Lengjudeildin
Fred er mikilvægur fyrir Fram.
Fred er mikilvægur fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Fram endi í öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

Hægt er að skoða umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Eiður Ben gat sitt álit á liði Fram.

Hann telur að þeirra helsti lykilmaður sé Portúgalinn Fred Saraiva.

„Fred er þeirra mikilvægasta maður og er fyrir löngu búinn að sanna mikilvægi sitt hjá félaginu. Hann er leikmaður sem getur brotið upp jafna leiki og komið með þetta óvænta. Sögusagnir um áhuga liða í efstu deild voru sterkar síðasta sumar, en hann ákvað að halda tryggð við félagið og það er jákvætt þegar erlendir leikmenn vilja vera áfram í sama félaginu ár eftir ár," segir Eiður og bætir við:

„Fred býr til mikið í kringum sig og vonandi nær hann að skora fleiri mörk þetta árið og bæta því inn í sinn leik. Hann hefur ekki áhuga á að skora ljót mörk og hefur sérstakt áhugamál að skora bara flott mörk, en það þarf einhver að benda honum á að þau telja öll jafn mikið."

Fred hefur spilað með Fram frá 2018 og honum líður greinilega vel hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner