Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. maí 2021 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde fer með til London - Marcelo bekkjaður?
Mynd: EPA
Real Madrid heimsækir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld og hefur leikmannahópur Real sem ferðaðist til London verið staðfestur.

Miðjumaðurinn efnilegi Federico Valverde er í hópnum eftir að hafa fengið neikvætt úr Covid prófi. Valverde hefur verið í sóttkví undanfarnar vikur en er laus og eru spænskir fjölmiðlar sannfærðir um að Zinedine Zidane mun tefla honum fram í byrjunarliðinu.

Toni Kroos og Luka Modric fengu hvíld um helgina á meðan Casemiro spilaði 90 mínútur í sigri gegn Osasuna. Það er óljóst hver á að detta úr liðinu fyrir Valverde en miðjumenn Real virtust ekki alveg nægilega sprækir í fyrri leiknum gegn Chelsea fyrir viku.

Leikum lauk með 1-1 jafntefli á Santiago Bernabeu en þá vantaði Ferland Mendy og Sergio Ramos auk Valverde í leikmannahópinn hjá Real. Búist er við að þeir þrír byrji á morgun.

Staðan er talsvert betri fyrir Zidane í dag þar sem hann vantar aðeins Lucas Vazquez, Dani Carvajal og Raphael Varane í hópinn.

Mateo Kovacic er einn á meiðslalista Chelsea. Antonio Rüdiger er tæpur.

Manchester City tekur á móti PSG í hinum undanúrslitaleiknum. Sá stórleikur hefst klukkan 19:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner