Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. júní 2023 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn kvöddu Arnór - Kominn í bann en spjaldið verður skoðað
Í eldlínunni meða landsliðinu í mars.
Í eldlínunni meða landsliðinu í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Norrköping, í bili hið minnsta. Hann lék gegn Brommapojkarna á heimavelli í gær og fékk gula spjaldið í leiknum.

Það gula spjald þýðir að Arnór er kominn í leikbann og er því í banni gegn Djurgården á útivelli í næstu umferð. Það átti að vera síðasti leikur Arnórs fyrir Norrköping. Í kjölfarið lýkur svo árs löngum lánssamningi milli rússneska félagsins CSKA og Norrköping.

Það er þó ekki alveg ljóst hvort að Arnór fari í leikbann en miðað við sænska fjölmiðla í gær verður spjaldið sem hann fékk í leiknum skoðað. Mohammed Al-Hakim, sem dæmdi leikinn í gær, lofaði því allavega eftir leikinn.

Það er því smá von að Arnór eigi einn leik eftir fyrir Norrköping. Arnór hefur gefið það út að hann ætli sér ekki aftur til Rússlands og því spurning hvert næsta skref hans á ferlinum verður. FIFA býður áfram upp á þann möguleika að Arnór geti farið á árs lánssamningi frá CSKA.

Frá komu sinni til Norrköping fyrir tæpu ári síðan hefur Arnór verið einn allra besti leikmaður Allsvenskan og að margra mati sá besti.

Íslenski landsliðshópurinn verður tilkynntur á þriðjudag og líkur á því að Arnór verði í hópnum hjá Åge Hareide. Arnór virtist þó aðeins haltra eftir leikinn í gær, en vonandi er það ekki alvarlegt.

Sjá einnig:
Arnór Sig fer frá Norrköping í sumar (Staðfest)
Arnór ætlar sér ekki aftur til Rússlands: „Það sem er í gangi þarna er ekki í lagi“



Athugasemdir
banner
banner