Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   lau 04. júlí 2020 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Flóki viðurkennir að hafa farið auðveldlega niður
Kristján Flóki Finnbogason í leiknum í kvöld.
Kristján Flóki Finnbogason í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður KR, viðurkenndi í samtali við Stöð 2 Sport eftir 2-0 sigur gegn Víkingum að hann hefði látið sig falla heldur til auðveldlega þegar Kári Árnason, varnarmaður Víkings, fékk rauða spjaldið á 25. mínútu.

„Ég næ að koma mér fram fyrir hann, mér finnst ég missa boltann frá mér en ég finn hann tosa í mig. Ég fer frekar auðveldlega niður. Við verðum að virða það sem dómarinn gerir," sagði Kristján Flóki.

Kári fékk beint rautt spjald fyrir vikið og voru Víkingar einum færri frá 25. mínútu. Þeir fengu svo tvö rauð spjöld til viðbótar síðar í leiknum.

Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, segir að bæði sé hægt að hrósa og skamma Kristján Flóka.

„Við getum hrósað honum og skammað hann. Við getum hrósað honum fyrir að segja nákvæmlega eins og er. Hann ætlaði klárlega að gera þetta," sagði Máni.
Athugasemdir
banner
banner
banner