Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 04. júlí 2020 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur Theódór: Gott að vera komnir á blað
Fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og HK gerðu magnað 4-4 jafntefli í dag þegar þessi lið mættust á Vivaldi vellinum í dag þegar 4.umferð Pepsi Max hélt áfram.
Pétur Theódór Árnason opnaði markaregnið í dag með sínu fyrsta marki í efstu deild og jafnframt fyrsta marki Gróttu í efstu deild.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

„Hún er fín, hefðum átt kannski klára leikinn en gott að vera komnir á blað og komnir með stig sem er bara fínt." Sagði Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.

Grótta komst tveimum mörkum yfir tvívegis í leiknum og þar af í seinna skiptið manni færri. Fyrir almennan áhugamann var þetta leikur sem hafði allt, en við fengum víti, rautt og mörk þegar liðin gerðu 4-4 jafntefli í dag en kannski súrsæt úrslit fyrir Gróttu úr því sem komið var.
„Já sérstaklega úr því sem komið var, bara fúlt að hafa ekki náð að halda út en annars verðum við bara að virða þetta stig og manni færri í 50-60 mínútur og það er bara næsti leikur." 

Mikið hefur verið rætt og ritað um meint markaleysi Gróttu í upphafi móts og einhverjir gengið jafnvel það langt að segja að þeir myndu ekki skora fyrir verslunarmannahelgi en annað kom heldur betur á daginn í dag en aðspurður um hvort þessi umræða hafi haft einhver áhrif vildi Pétur Theódór ekki meina það.
„Nei alls ekki, við vissum að þetta myndi koma og vorum óheppnir að skora ekki nokkur mörk og sérstaklega á móti Fylki í fyrri hálfleik og fengum ekki mikið út úr þessum leikjum en fínt að vera komnir á blað." 

Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner