Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 04. júlí 2025 22:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson þjáfari ÍR
Jóhann Birnir Guðmundsson þjáfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR gerðu sér góða ferð í Árbæinn þar sem þeir heimsótti Fylki í elleftu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 ÍR

„Þetta var mjög sterkt að vinna þetta og erfiður útivöllur á móti góðu liði" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir sigurinn í kvöld.

Bergvin Fannar hafði orð á því í viðtali eftir sigurinn gegn Grindavík að hann hlakkaði til að pakka sínum gamla þjálfara saman en hann skoraði sigurmarkið í kvöld. 

„Hann skoraði allavega út vítinu. Við vinnum leikinn en ég veit nú ekki hvort við höfum pakkað honum saman, það er kannski full gróft" 

ÍR lenti undir og kom til baka í kvöld. Þeir fengu vítaspyrnu seint í leiknum eftir að Fylkismenn handléku boltann í vítateignum. Má kalla þetta meistaraheppni?

„Klárlega er þetta svona 'freak accident' þannig jújú heppni en ég veit ekki hvort þetta sé meistaraheppni, ég veit ekki með það en þá ræðst leikurinn á því" 

ÍR sitja á toppnum þegar mótið ef hálfnað en má Breiðholtið fara láta sig dreyma? 

„Breiðholtið má alveg láta sig dreyma en við megum ekki fara láta okkur dreyma. Við þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera"

„Við erum með þannig lið og þannig stráka að við vitum alveg hvernig þetta er og þeir vita að hver einasti leikur og hver einasta návígi þarf að fara á fullu í það. Við erum búnir að ná að halda því mjög vel og við vitum alveg að það getur allt gerst  í þessu og við erum bara mjög ánægðir með strákana okkar" 

Nánar er rætt við Jóhann Birnir Guðmundsson í spilaranum hér að ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner