
ÍR gerðu sér góða ferð í Árbæinn þar sem þeir heimsótti Fylki í elleftu umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 ÍR
„Þetta var mjög sterkt að vinna þetta og erfiður útivöllur á móti góðu liði" sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir sigurinn í kvöld.
Bergvin Fannar hafði orð á því í viðtali eftir sigurinn gegn Grindavík að hann hlakkaði til að pakka sínum gamla þjálfara saman en hann skoraði sigurmarkið í kvöld.
„Hann skoraði allavega út vítinu. Við vinnum leikinn en ég veit nú ekki hvort við höfum pakkað honum saman, það er kannski full gróft"
ÍR lenti undir og kom til baka í kvöld. Þeir fengu vítaspyrnu seint í leiknum eftir að Fylkismenn handléku boltann í vítateignum. Má kalla þetta meistaraheppni?
„Klárlega er þetta svona 'freak accident' þannig jújú heppni en ég veit ekki hvort þetta sé meistaraheppni, ég veit ekki með það en þá ræðst leikurinn á því"
ÍR sitja á toppnum þegar mótið ef hálfnað en má Breiðholtið fara láta sig dreyma?
„Breiðholtið má alveg láta sig dreyma en við megum ekki fara láta okkur dreyma. Við þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera"
„Við erum með þannig lið og þannig stráka að við vitum alveg hvernig þetta er og þeir vita að hver einasti leikur og hver einasta návígi þarf að fara á fullu í það. Við erum búnir að ná að halda því mjög vel og við vitum alveg að það getur allt gerst í þessu og við erum bara mjög ánægðir með strákana okkar"
Nánar er rætt við Jóhann Birnir Guðmundsson í spilaranum hér að ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 11 | 7 | 4 | 0 | 20 - 6 | +14 | 25 |
2. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þróttur R. | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 - 18 | +2 | 18 |
5. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
6. Keflavík | 10 | 4 | 3 | 3 | 19 - 14 | +5 | 15 |
7. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
8. Grindavík | 10 | 3 | 2 | 5 | 24 - 30 | -6 | 11 |
9. Fylkir | 11 | 2 | 4 | 5 | 15 - 17 | -2 | 10 |
10. Fjölnir | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Leiknir R. | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 25 | -13 | 9 |
12. Selfoss | 11 | 2 | 1 | 8 | 10 - 24 | -14 | 7 |