Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 04. ágúst 2024 11:41
Sölvi Haraldsson
Tvö félög fengið samþykkt tilboð í Tarik
Vestri hefur samþykkt tvö tilboð í Ibrahimagic.
Vestri hefur samþykkt tvö tilboð í Ibrahimagic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, staðfesti í samtali við fótbolta.net að tvö félög hafa fengið samþykkt tilboð í Tarik Ibrahimagic og alls hafa fjögur félög spurst fyrir um leikmanninn.

Gummi Ben greindi frá því á X-inu í gærkvöldi að Ibrahimagic væri að ganga í raðir Víkings Reykjavík en Víkingur er annað liðið sem hefur fengið samþykkt tilboð fyrir Ibrahimagic.


Sammi staðfestir einnig í samtali við Fótbolta.net að Vestri sé í leit af leikmanni í stað Tarik. Vestri er á botni deildarinnar eins og staðan er í dag þegar 16 leikir eru búnir.

Toby King yfirgaf Vestra á dögunum en hann mun spila í Gibraltar. Ibrahimagic er líklega á förum núna en það verður fróðlegt að sjá hvernig Vestramenn fylla í hans skarð.

Ibrahimagic spilar sem varnarsinnaður miðjumaður en getur einnig leyst hafsentinn af. Hann hefur spilað 15 leiki fyrir Vestfirðinga og hefur verið í lykilhlutverki hjá félaginu. Daninn samdi við félagið fyrst í glugganum í fyrra og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Víkingar eru að hugsa um hann sem miðjumann skyldi hann enda í Fossavoginum.


Athugasemdir
banner
banner